150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:29]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að taka undir með þó nokkrum af þeim lögspekingum sem hafa tjáð sig um þetta mál. Málið er í raun óþarfi og ég vísa þar m.a. til umsagnar ekki minna virts lögspekings en Ragnars Aðalsteinssonar sem ég held að sé einn af okkar fremstu spekingum. Hann tínir til í mörgum liðum að öll þau atriði sem tiltekin eru í þessu frumvarpi megi finna í öðrum lögum. Ég mun þó að sjálfsögðu greiða atkvæði með þessu frumvarpi en bendi á að sýknukrafa ríkisstjórnarinnar í máli Guðjóns Skarphéðinssonar stendur enn og er óbreytt, sem og að hæstv. forsætisráðherra hefur ekki orðið við margítrekaðri beiðni Erlu Bolladóttur um viðtal. Ég verð að lýsa yfir sárum vonbrigðum með (Forseti hringir.) að henni hafi ekki enn verið svarað eftir allan þennan tíma.