150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:32]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég skrifaði undir nefndarálitið með sama fyrirvara og var lýst áðan. Ég verð að segja að þótt ég styðji málið finnst mér það asnalegt. Mér finnst asnalegt að þess þurfi. Mér finnst það bera vott um að yfirvöld virðist þess ekki megnug að gera nokkurn tíma nokkurn skapaðan hlut rétt þegar kemur að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Eftir stendur engu að síður ákvörðun um það hvort þetta mál eigi að ná fram að ganga eða ekki og mín afstaða er sú að það eigi að ná fram að ganga. Þess vegna styð ég það. Aftur á móti mun ég sitja hjá vegna persónulegra tengsla við aðila sem varða málið þannig að mér líður ekki vel með að taka afstöðu til þess með atkvæði mínu. Hið sama má gilda um aðra þingmenn Pírata.