151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[14:07]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að fara að greiða atkvæði um þrjú mál sem ég ætla að fjalla um öll í einu. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um það önnur en þau að hér er um að ræða frelsismál. Þetta eru þrjú frelsismál, þetta eru þrjú mál sem snúast öll um forræði yfir sjálfum sér, forræði yfir eigin líkama og forræði yfir því hvernig maður þroskast í lífinu. Við í Samfylkingunni styðjum þessi mál.