Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 38. fundur,  21. feb. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:04]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 337, um viðurkenningu sjúkdómsgreininga yfir landamæri, frá Andrési Ingi Jónssyni.

Þá hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 360, um kostnað ríkissjóðs við skimanir vegna Covid-19, og á þskj. 362, um minnisblöð sóttvarnalæknis og ákvarðanir ráðherra, báðar frá Bergþóri Ólasyni.

Einnig hafa borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 383, um aflaheimildir, frá Ingu Sæland, á þskj. 387, um línuívilnanir, á þskj. 388, um ráðstöfun á aflaheimildum til frístundaveiða, og á þskj. 372, um ráðstöfun Fiskistofu á aflaheimildum, allar frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

Að lokum hefur borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 512, um loftslagsáhrif botnvörpuveiða, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.