Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[17:47]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ef það er stefna þessarar stjórnar eins og allra ríkisstjórna síðustu áratuga, að hér séu engin kjarnavopn staðsett, eins og þau hafi aldrei verið, og það sé ekki stefnt að því í framtíðinni, ættum við þá ekki að breyta 10. gr. þannig að við tökum landhelgina út fyrir sviga fyrst þetta er skýr stefna núverandi og fyrrverandi stjórna, að á Íslandi séu ekki staðsett kjarnavopn? Getum við ekki bara sett það óskilyrt eða gerir NATO, Atlantshafsbandalagið eða Bandaríkin einhverja kröfu um að geta mögulega staðsett slík vopn á Keflavíkurvelli? Af orðum ráðherrans að dæma þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu að breyta 10. töluliðnum þannig að hann segi afdráttarlaust að Ísland sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Punktur. Myndi ráðherrann styðja slíka breytingu?