Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[17:54]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er bara algerlega ósammála hv. þingmanni. Eins og kom fram í minni framsöguræðu þá er ég einmitt ánægð með þessa stefnu vegna þess að hún er mjög breið, vegna þess að hún byggir á breiðum grunni, af því að ógnir samtímans eru ekki bara einhverjar einsleitar ógnir eins og í einfaldari heimi fortíðarinnar, vegna þess að heilbrigðisöryggi er mikilvægt, vegna þess að fjármálaöryggi er mikilvægt, vegna þess að umhverfisöryggi er mikilvægt, vegna þess að það er það sem við erum að ræða í öllu alþjóðlegu samstarfi. Það eru þessir þættir sem snúast um fjölþáttaógnir þar sem heimsmyndin er breytt. Þess vegna erum við að tala um þjóðaröryggi. Það er ekki hægt að koma hér upp og tala eins og að ekki sé talað um varnir því það eru fjöldi skipta í stefnunni þar sem er að sjálfsögðu er fjallað um varnarmál. Þau eru einn hluti af þessari þjóðaröryggisstefnu. Það var niðurstaða Alþingis og þingmannanefndar sem starfaði hér að þjóðaröryggisstefnan ætti að vera byggð á breiðum grunni. (Gripið fram í.) Sú niðurstaða datt ekki af himnum ofan og þar var fjallað um alla þessa þætti sem ég hef farið hér yfir. Það er niðurstaða okkar sem höfum setið í þessu ráði í fimm ár að þetta sé stefna sem hefur staðið fyrir sínu nákvæmlega vegna þess að hún byggir á þessum breiða grunni (Forseti hringir.) og gerir okkur í stakk búin til að takast á við þessar ólíku ógnir