Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[20:59]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það sem ég vildi benda á áðan, varðandi þann þátt sem snýr að lýðræðinu, er samstarfið við Norðurlandaþjóðirnar sem ég held að setji fordæmi á heimsvísu. Manni finnst stefna í að þetta verði þær þjóðir sem munu kannski verða skjöldurinn og grunnur að því hvernig við sjáum lýðræðið þróast og hvernig barst verður fyrir því. Að sama skapi vil ég rétt koma inn á hvert hlutverk utanríkismálanefndar er og síðan þjóðaröryggisráðs. Varðandi þessa endurskoðun á öryggis- og varnarmálum þá kemur mér svolítið á óvart að staða málsins sé sú að þetta sé að koma núna inn í þingið. Ég man ekki eftir að hafa heyrt um að þetta væri að koma inn. Við vorum einmitt að ræða hlutverk þjóðaröryggisráðs í utanríkismálanefnd í heildarstöðu mála og hvernig við tökumst á við þetta. En við þurfum kannski að ná aðeins utan um það hvernig við eigum að standa að þessari þinglegu meðferð.