140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

efling tónlistarnáms.

383. mál
[12:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um breytingar á nokkrum lögum sem gera okkur kleift að efna samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda. Viðræður milli aðila um hvernig jafna megi aðstöðumun og gera öllum nemendum kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsskólastigi og söngnám á mið- og framhaldsskólastigi óháð búsetu og þátttöku ríkisins í kostnaði við námið hafa staðið yfir árum saman. Samkomulag náðist í vor og með því mun aðgengi nemenda að tónlistarnámi á framhaldsskólastigi batna og því fagna ég sérstaklega.