140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

efling tónlistarnáms.

383. mál
[12:17]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd göngum að sjálfsögðu að þessu máli. Það er langþráð að ná endanlegum úrslitum, ef hægt er að orða það þannig í þessu máli. Þetta hefur tekið langan tíma og um leið hafa önnur úrlausnarefni í tengslum við samskipti ríkis og sveitarfélaga verið leyst.

Ég verð að segja að ég hefði kosið að við hefðum tekið heildstætt á listnáminu, ekki bara tekið eitt listnám umfram annað, þannig að við hefðum getað verið með heildstæða nálgun á skiptingu listnáms milli sveitarfélaga og ríkisins. Þannig hefði grunn- og miðstig verið hjá sveitarfélögum í öllum listgreinum og síðan framhaldsstigið hjá ríkinu. Það varð ekki. Engu að síður er þetta rétt skref varðandi tónlistarnámið og ég tel það tvímælalaust tónlistarnámi öllu til heilla.