140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda.

368. mál
[14:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Sú gagnrýni er að hluta rétt hjá hv. þingmanni með það með hvaða hætti þetta kemur ójafnt út fyrir almenna lífeyrissjóðakerfið og hið opinbera. Það er gríðarlega mikilvægt að samræma lífeyrisréttindin, opinberra starfsmanna annars vegar og fólksins á hinum almenna vinnumarkaði hins vegar. Við eigum að hafa ein lög í landinu og sömuleiðis eitt lífeyriskerfi. Við höfum einsett okkur að hefja þá vinnu á næsta ári og bréf formanna stjórnarflokkanna til aðila vinnumarkaðarins vísar til þess að í þeirri vinnu verði meðal annars horft til þeirrar lagasetningar sem hér er orðin.

Um það hvað mér sem miðju- og vinstri manni þykir um það vísa ég bara til fyrri orða minna.