141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:12]
Horfa

Birna Lárusdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að samræma eigi allan þennan aldur, einnig bílprófsaldurinn. Ég fagnaði sérstaklega frumvarpi til breytinga á umferðarlögum og breytingum sem lúta að bílprófsaldri. Ég var meira að segja búin að reikna það út að þegar elsta barn mitt fengi bílpróf yrði hún sem betur fer orðin 18 ára og tæki þetta ekki í neinum stökkum. Ég tel að mikið sé unnið með því að færa aldurinn upp í 18 ár. Að sama skapi tel ég, og um það deila vissulega margir sem láta sig forvarnamál varða, að áfengiskaupaaldur eigi að færa niður í 18 ár. Hafi fólk náð aldri til að ganga í hjónaband, stofna til fjárskuldbindinga og kjósa, svo ég nefni nú ekki annað, hefur það alveg vit á að ráða sínum ráðum sjálft.

Ég styð því tillögu ungra framsóknarmanna í þessum efnum og mundi greiða henni atkvæði ef til þess kæmi.