146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

biðlistar eftir greiningu.

157. mál
[16:52]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka aftur málshefjanda, hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur. Hún er alltaf með puttann á púlsinum. Ég þekki þessi mál vel úr fyrra starfi mínu sem leikskólastjóri. Ég veit einnig að hér er ekki einfalt svar að finna þar sem starfsaðferðir hvað varðar greiningarferli eru misjafnar, t.d. bara innan sveitarfélaga, og hvað þá á landsvísu. Ég hvet því hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra til að kynna sér vel snemmtæka íhlutun og þar á meðal Breiðholtslíkanið þar sem áhersla er lögð á heildstætt inngrip þar sem þverfaglegt teymi fer af stað með vinnu í kringum einstaklinga og fjölskyldur þeirra á meðan greiningarferli er í gangi. Oft er útkoman sú þegar komið er að endanlegri greiningu að ekki er endilega þörf á henni því að inngripið var svo fljótt og faglegt.