150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

framlagning stjórnarmála.

[16:47]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Það er nefnilega þannig að það er best ef við getum tekið þessi mál svolítið í bland. Ég segi þetta vegna þess að nú í haust var okkur falið að telja upp þau forgangsmál sem við hefðum. Ég hafði eitt slíkt mál í velferðarnefnd sem sneri að gjaldfrjálsum krabbameinslækningum. Mig minnir að annað mál sé mál um vefjagigt og jafnvel mál sem snertir heilabilaða og líðan eldri borgara. Hitt er svo að við erum með risavaxið mál sem er Fæðingarorlofssjóður sem á virkilega að keyra í gegnum þingið á sama tíma og við viljum öll vanda okkar vinnubrögð. Þannig að mér finnst eiginlega ekki tækt að standa með þess háttar vinnubrögðum.