150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

staðfesting ríkisreiknings 2018.

431. mál
[16:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Pínulítil klassík hjá mér, þarna kemur fram að á árinu 2019 eigi að ljúka innleiðingu á því að færa í ríkisreikning þær eignir og skuldir sem eru eftir og eiga eftir að uppfylla kröfur IPSAS og þess háttar. Í tengslum við það finnst mér áhugavert um 2019 að hafa ekki fengið svör um það hvaða eignir voru færðar til ríkisins vegna kirkjujarðasamkomulagsins og hvaða skuldbindingar eru á þeim eignum fyrst þetta á allt að vera samkvæmt bókinni miðað við það sem stendur í ríkisreikningi.