151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

ferðagjöf.

377. mál
[15:16]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Þetta er tillaga frá okkur í Viðreisn. Við tókum ferðagjöf hæstv. nýsköpunar- og ferðamálaráðherra fagnandi á sínum tíma og hún hefur gefist vel. Við teljum engu að síður mikilvægt að líta til þeirra hópa sem hafa farið afar illa út úr þeim náttúruhamförum sem við stöndum núna frammi fyrir, ekki síst til veitingabransans en ekki síður til lista- og menningargeirans. Þess vegna erum við að leggja til 15.000 kr. ferðagjöf sem gildir fyrir 12 ára og eldri. Við teljum að þetta skipti mjög miklu máli þannig að við höldum fólki í rauninni beinlínis á lífi, þannig að viðspyrna okkar verði sem mest og sterkust þegar við komum út úr þessum veirufaraldri. Ég hvet ykkur öll til að styðja við þetta þannig að veltan, m.a. í lista- og menningargeiranum, verði sem mest og best.