151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

ferðagjöf.

377. mál
[15:17]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Lista- og menningargeirinn hefur orðið fyrir alveg svakalegu höggi vegna kórónuveirufaraldurs. Vissulega hefur verið farið í ýmsar atlögur að stuðningi við þennan geira en það blasir við að þetta úrræði hentar mjög vel fyrir lista- og menningargeirann. Það gerir það vegna þess að nú þegar eru t.d. söfn inni í þessu úrræði. Það er líka lýðheilsusjónarmið að hvetja fólk til að njóta lista og menningar. Það er gott fyrir geðheilsu okkar að kíkja í leikhúsið. Ég styð þetta. (ÞGK: Heyr, heyr.)