151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

sjúklingatrygging.

371. mál
[15:32]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um litla breytingartillögu sem hljómar mjög yfirlætislaus, þ.e. að bæta árinu 2020 við þá upptalningu sem er í frumvarpinu. Það er í samræmi við það að fari svo að einhverjar bólusetningar geti orðið á árinu 2020 þá er búið að hnýta utan um það með þessari breytingartillögu. Það er mikið fagnaðarefni að bóluefni sé á leiðinni og að við tökum með þessum hætti af allan vafa um þann skýra vilja stjórnvalda að enginn vafi eigi að vera á því að þeir sem nota bóluefnið hafi þær tryggingar og þau réttindi sem þarf til að tryggja sem víðtækasta bólusetningu.