151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur .

374. mál
[16:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í dýpstu efnahagslægð í hundrað ár leggur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til að skattur verði lækkaður á ríkasta fólkið í landinu. Nú eru rúmlega 20.000 manns án atvinnu á Íslandi. Heimili þeirra hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Mál þeirra er sett í nefnd en það að lækka skatta á ríkasta fólkið er sett í forgang. Það, forseti, finnst mér vera hneyksli.