151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur .

374. mál
[16:24]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð þetta mál. Ég tel þetta vera rétt skref. Það skiptir okkur í Viðreisn ekki máli hvaðan gott kemur. Við styðjum góð mál, það er okkar yfirlýsta vinnuaðferð og aðferðafræði. Það skiptir hins vegar ríkisstjórnina greinilega miklu máli hvaðan góðar tillögur koma því að ítrekað, ekki bara í vetur heldur allt kjörtímabilið, hefur ríkisstjórnin fellt tillögur m.a. okkar Viðreisn, sem fela í sér gjaldalækkanir og skattalækkanir. Þær hafa allar verið felldar. Við höldum hins vegar okkar kúrs og styðjum góð mál.

Ég segi því já við þessu máli.