Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

varamenn taka þingsæti.

[13:34]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Samfylkingarinnar um að Þórunn Sveinbjarnardóttir geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Eins og tilkynnt var um á vef Alþingis tók því Guðmundur Andri Thorsson sæti á Alþingi föstudaginn 18. febrúar síðastliðinn. Guðmundur Andri Thorsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Þá hefur borist bréf frá formanni þingflokks Flokks fólksins um að Jakob Frímann Magnússon muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag, mánudaginn 22. febrúar, tekur því Katrín Sif Árnadóttir, 1. varamaður á lista í kjördæminu, sæti á Alþingi sem varamaður fyrir hann. Kjörbréf Katrínar Sifjar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni en undirritun drengskaparheits er frestað.