Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

stjórn fiskveiða.

349. mál
[14:33]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það segir sig sjálft að það er töluverður munur á 220.000 tonnum af þorski og 319 tonnum af sandkola. Það segir sig líka sjálft að við þurfum núna að bregðast við því að það er gengið of nærri nákvæmlega þessari tegund. Það liggur fyrir. En það breytir því ekki að við þurfum að ganga fram að því er varðar skýrara eftirlit, skýrari afstöðu stjórnvalda og beitingu stjórntækja í þá veru að almannasjóðir séu að njóta arðsins af auðlindinni og að við gætum vel að því að þau félagslegu sjónarmið, sama hvort það eru atvinnu- eða byggðapottar, nýtist í þá veru sem upphaflega var stofnað til. Ég geri ráð fyrir því, virðulegur forseti, að í lok þessarar viku muni ég kynna bæði efnisatriði og tímalínu þess verkefnis að fara í skoðun á þessum málum.