Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

stjórn fiskveiða og lög um veiðigjald.

350. mál
[16:31]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi umræða sem hv. þingmaður er að taka hér upp er auðvitað hluti af stóru myndinni. Þang er í fjörum og þari er utan fjöru og getur náð út fyrir netlög og eignaryfirráð landeigenda. Þetta skiptir auðvitað máli í þessari umræðu eins og hefur komið fram í vangaveltum hv. þingmanns. Landeigendur vísa til eignarréttarákvæðis stjórnarskrár þegar þang er tekið innan netlaga og það er partur af því regluverki sem við erum að fara yfir hér. Það hvar reglur um sjávargróður eru nákvæmlega staðsettar getur skipt máli efnislega þó að það sé kannski fyrst og fremst spurning um inntak þeirra reglna. Ég endurtek það sem kom fram í mínu fyrra andsvari, að ég held að það sé mikilvægt að hv. atvinnuveganefnd skoði þetta vel í meðferð málsins.