153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

tilkynning forseta.

[13:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að sú niðurstaða liggur fyrir að efna þarf til atkvæðagreiðslu um afbrigði um kl. 2, eða að loknum störfum þingsins. Það hefur verið nokkur óvissa um það hvort breytingartillögur vegna veiðigjaldamálsins kæmu fram sem kölluðu á slíka atkvæðagreiðslu, en sú tillaga er komin fram þannig að atkvæðagreiðsla þarf að fara fram um þessi afbrigði.