153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[15:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég hef sagt það og segi það aftur: Það er ekki verið að hækka veiðigjöldin, það er verið að hækka innkomuna á næsta ári, sannarlega. Það er tilfærsla í tíma og það kemur fram í frumvarpinu og það kom einnig fram hjá ráðherra á fundi nefndarinnar. Ég tel að ráðherra hafi verið skýr, það sem ég hef lesið. Ég hef örugglega ekki lesið allt sem um þetta mál hefur verið sagt og skrifað en ég lít ekki svo á að ráðherra hafi verið að segja ósatt eða neitt slíkt. Það er verið að hækka gjaldið á næsta ári en í heildarsamhenginu er ekki verið að hækka það.