131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[20:49]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit að það er ábyrgðarhlutur að setja fram fullyrðingar eins og þær sem ég setti fram áðan. Ég var þó ekki að tala um rangfærslur í ríkisreikningi. Það hvarflaði aldrei að mér. Hins vegar sagði ég að ríkisstjórnin setti vísvitandi fram rangar áætlanir í fjárlögum og við það stend ég.