150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

tollalög o.fl.

245. mál
[14:21]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þegar sameina á stofnanir skiptir samráð við starfsmenn mjög miklu máli og að sem mest sátt sé meðal starfsmanna um sameininguna. Það skiptir máli upp á breytingarferlið, hversu langt það verður, og það skiptir máli ef ná á þeim árangri sem að er stefnt. Einmitt þetta skortir við sameiningu tollstjóraembættisins og embættis ríkisskattstjóra og því getum við í Samfylkingunni ekki stutt þetta mál.