150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég horfi á lög um opinber fjármál og fjármálaáætlunina og reyni að finna hvaða markmiðum laganna þetta eigi að ná og finn ekkert nema að það sé verið að vinna að einhverjum markmiðum í loftslagsáætluninni, ekkert mælanlegt þar þannig að maður getur ekki fylgst alveg með því svona eftir á hvort þessi stefna nái þeim markmiðum sem sett eru fram. Í skýrslunni Milljón tonn sem var gefin út 2017 þegar Björt Ólafsdóttir var umhverfisráðherra er talað um að það þurfi u.þ.b. 100.000 útblásturslausa bíla í flotanum árið 2030 og talað um að það væru 10.000–20.000 nýskráðir bílar á hverju ári.

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það eru fleiri skráðir bensínbílar 2018 en 2014, 2015 o.s.frv. Þó að rafmagnsbílum hafi fjölgað líka erum við kannski komin í rétt rúmlega 4.000 rafbíla (Forseti hringir.) sem er langt frá þeim 100.000 sem þarf fyrir árið 2030.