150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:23]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Spurningin er einföld: Náum við árangri með þessum breytingum? Hvert er markmið okkar og komumst við með þeim breytingum að því markmiði? Hvernig vegur það upp á móti þeim aðgerðum og þeim kostnaði sem við leggjum í þær miðað við þær skuldbindingar og þann kostnað sem er af þeim? Þetta er það sem stjórnvöld þurfa að standa skil á í öllu þessu bókhaldi varðandi t.d. loftslagsskuldbindingar okkar.

Spurningin er í rauninni einföld: Skila þessar aðgerðir okkur á þann stað sem við sögðumst ætla á?