150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:34]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um að þetta er gríðarlega spennandi þróun. Við höfum séð fréttir frá Noregi um litlar tveggja sæta vélar og nýlega var ég að skoða einhvers konar flygildi sem er verið að framleiða í Þýskalandi sem stefnt er að því að geti flogið 300 km með fimm manns. Svo eru nefnd enn frekari dæmi, ég hef áður heyrt að rafknúnar farþegaflugvélar verði mögulega komnar í loftið 2025 eða þar um bil og ég get ekki annað en svarað því játandi að ef stjórnvöld sjá tækifæri í því að koma með ívilnanir þegar að því kemur til að ryðja brautina fyrir þessa þróun finnst mér það hljóta að koma til álita. Enn og aftur vil ég benda á hversu spennandi það er fyrir okkur Íslendinga að geta knúið samgöngur, eins og t.d. innanlandsflug, bara með okkar eigin orku og hætta innflutningi í förmum á flugvélaeldsneyti.