151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuveirufaraldurs .

362. mál
[15:23]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil fagna þeirri breytingu sem orðið hefur á málinu í meðförum nefndarinnar þar sem verktakagreiðslur eru komnar inn undir regnhlíf málsins, ef svo má segja. Það var gagnrýnt, m.a. af mér, með mjög ákveðnum hætti við 1. umr. málsins að verktakagreiðslur féllu ekki þar undir. En það er einhver misskilningur í meðförum nefndarinnar varðandi þetta 70% hlutfall sem nú liggur fyrir breytingartillaga um að verði fært úr 70% í 90%, og við í Miðflokknum munum styðja þá breytingartillögu. En núna þegar fyrir liggur að málið verði kallað inn til nefndar á milli umræðna þá vil ég bara hvetja hv. velferðarnefnd til að laga þann þátt málsins því að ég ítreka að þetta er byggt á einhverjum misskilningi í tengslum við launatengdu gjöldin.