151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuveirufaraldurs .

362. mál
[15:24]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við ræðum hér greiðslur til íþróttafélaga. Komið hefur í ljós um þetta annars ótrúlega góða mál, sem ríkir auðvitað mikil samstaða um, að hér eru mistök sem við þurfum að leiðrétta og þess vegna tek ég undir þá ósk að málið fari til nefndar milli 2. og 3. umr. Við þurfum að fara aðeins yfir og laga smámisræmi sem er í 1. gr. og 6. gr. Ég vil að öðru leyti þakka fyrir gott samstarf um þetta mál. Það er auðvitað alltaf þannig að fólk vill gera meira og meira en við erum að koma hérna ótrúlega vel til móts við íþróttahreyfinguna, gera frábæra hluti, taka undir óskir hreyfingarinnar um að verktakagreiðslurnar séu með. Verktakagreiðslurnar eru 60% hluti af þessu máli þannig að í meðförum nefndarinnar hefur framlagið hækkað um rúmlega 60%. Það er því verið að taka rosalega vel á þessu máli með íþróttahreyfingunni.