146. löggjafarþing — 4. fundur,  13. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[14:47]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil halda því til haga að ekki er unnið að þessum breytingum að frumkvæði ríkisins eins og sér, heldur er unnið að þessu máli vegna þess að þetta er liður í samkomulagi á vinnumarkaði milli opinbera og almenna markaðarins. Ríkið er einfaldlega að reyna að leggja sitt af mörkum til þess að markmiðið um jöfnun lífeyrisréttinda nái fram að ganga. Þeir eru auðvitað til sem hafa engan áhuga á jöfnun lífeyrisréttinda og eru ekki beinir aðilar að neinu slíku samkomulagi. Þeir mun halda uppi sínu sjónarmiði og á vissan hátt má segja að það sé áhorfsmál hvort menn mundu frekar kjósa að vera í breyttu fyrirkomulagi eða þessu gamla. Það er bara eðlilegur hluti af umræðunni.

Við stöndum frammi fyrir því að reyna að styðja áfram við vinnumarkaðsþróunina og það samkomulag sem gert var. Nú reynir á hvort við getum náð saman um þessa mikilvægu breytingu.