140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefnda.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseta hafa borist eftirfarandi fjórar skýrslur frá Ríkisendurskoðun:

1. Skýrsla um mannauðsmál ríkisins.

2. Skýrsla um innkaup löggæslustofnana.

3. Skýrsla um endurskoðun löggjafar um verkefni Umhverfisstofnunar.

4. Skýrsla um greiðslu ráðuneyta til starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Í samræmi við ákvæði 8. tölul. 13. gr. þingskapa mun forseti senda skýrslur þessar til umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Þá barst forseta í sumar bréf frá þáverandi formönnum menntamálanefndar og umhverfisnefndar um að nefndirnar hefðu ekki haft tök á að fjalla um tilteknar skýrslur frá Ríkisendurskoðun sem forseti hafði sent nefndunum til umfjöllunar. Þessar skýrslur eru:

1. Skýrsla um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu.

2. Skýrsla um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

3. Skýrsla um Þjóðleikhúsið.

4. Skýrsla um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

5. Skýrsla um sorpbrennslur með undanþágu frá tilskipun ESB.

Þessar skýrslur verða einnig sendar til umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samræmi við áðurgreind ákvæði þingskapa.