143. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:52]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Varðandi þingsályktunina og hvernig við getum styrkt okkur í Evrópusamstarfi er mjög mikilvægt að bæði framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið hafi þau tæki og tól sem þessir aðilar þurfa til að sinna sínu starfi.

Það er mjög mikilvægt að mínu mati, sem er þessa stundina framkvæmdarvaldsmegin, að fá meiri fjármuni til að sinna þessu betur. En ég skil á sama tíma og er að sjálfsögðu sammála því sem hv. þingmaður sagði að Alþingi þarf að hafa kosti á styrkja sig einnig þegar kemur að þessu.

Varðandi skiptinguna á liðnum um þróunaraðstoðina ætla ég að hafa smáfyrirvara á því en ég sé ekki annað en að þetta verði jafnt á alla liði. Ég ætla að leyfa mér að hafa smáfyrirvara á því vegna þess að það er kannski ekki búið að útfæra það alveg „grundigt“.