137. löggjafarþing — 40. fundur,  13. júlí 2009.

uppgjör vegna gömlu bankanna.

[15:17]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. viðskiptaráðherra fyrir greinargóð svör og vil í þessu sambandi minna á orð Görans Perssons sem kom hingað í haust og skýrði frá reynslu Svía af fjármálakreppunni þar í landi. Hann var með þau varnaðarorð að við skyldum passa okkur á að taka ekki of mikið á okkur af skuldum við endurreisn bankanna en ekki síst hvað varðar Icesave.

Það er nú orðið ljóst að kröfuhafar okkar eru ekki tilbúnir að gefa mjög mikið eftir af kröfunum vegna þess að þeir sjá hér miklar eignir, m.a. í lífeyrissjóðunum og líka mjög digran gjaldeyrisvarasjóð. Því tel ég mjög mikilvægt að farið verði varlega í að taka yfir slæm lán sem ættu að vera í þessum gömlu bönkum. Ég skora á hæstv. viðskiptaráðherra að hafa (Forseti hringir.) hagsmuni skattgreiðenda fyrst og fremst að leiðarljósi en ekki sanngirnissjónarmið.