140. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[17:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er gott að við getum hlustað á þetta eftir á því að ég skildi þetta ekki allt. [Hlátur í þingsal.]

Eins og fram kom var málinu vísað með atkvæðagreiðslu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Við fjölluðum um það og meiri hluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að ekki yrðu gerðar breytingar á þeirri tillögu sem fyrir liggur. Þannig er málið og virðulegir þingmenn eru beðnir að greiða atkvæði um það.