148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

áherslur í heilbrigðismálum.

[15:23]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér ánægjulegt að hæstv. ráðherra vísi landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins út í hafsauga. Hún mun þá þurfa að standa við það og getur ekki reitt sig á að það náist samstaða um framtíðaruppbygginguna eins og hún talar um. Því að hvernig ætlar hæstv. ráðherrann eiginlega að fara í samstarf við flokk sem boðar í öðrum landsfundarályktunum bara hægri sveltistefnu og enn meiri niðurskurð í opinbera kerfinu?

Nú sagði hæstv. ráðherra jafnframt í fyrrnefndri stefnuræðu að það þyrfti skýran pólitískan vilja, þrek og kjark. Ég treysti því þá að ráðherra standi í lappirnar og komi hingað upp núna og segi við Sjálfstæðisflokkinn: Leggið þessa landsfundarályktun til hliðar, hún verður í fyrsta lagi tekin á dagskrá þegar ég er stigin úr stóli heilbrigðisráðherra.