148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

frestun á framlagningu fjármálaáætlunar.

[16:02]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Það bar til tíðinda þegar ríkisstjórnin var mynduð að hún gaf út sáttmála milli flokkanna sem eiga aðild að henni, ekki bara um ríkisstjórnarsamstarf heldur einnig um eflingu Alþingis. Sáttmálinn er um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis. Þetta birtist með því um þessar mundir að bréf er sent frá fjármálaráðuneytinu þar sem það er tilkynnt að ekki eigi að fara að lögum varðandi framlagningu fjármálaáætlunar. Það er fullkomlega nauðsynlegt að brugðist verði við þessu bréfi með viðeigandi hætti af hálfu Alþingis.

Um leið legg ég áherslu á að Alþingi taki ekki þátt í því að gera með neinum hætti tortryggileg störf þingmanna, sem vinna m.a. að því að afla upplýsinga úr stjórnkerfinu með fyrirspurnum, (Forseti hringir.) heldur standi fast við bak þingmanna í því efni.