148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

frestun á framlagningu fjármálaáætlunar.

[16:27]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Lög um ölvun á almannafæri eru skýr en ekki fara allir eftir þeim. Það er alveg öruggt að þeir sem fara ekki eftir þeim hafa ekki gert mikil áform um að brjóta þau lög. Í þessari tilkynningu eru áform um að brjóta lög og er það vont fyrir virðingu Alþingis. Ég skora á forseta Alþingis að hjálpa Alþingi til að auka virðingu sína með því að farið verði eftir lögum í þessu máli.

Það skyldi þó ekki vera að samsetningin á ríkisstjórninni spili inn í eins og ég hef áður imprað á í umræðu um fundarstjórn forseta, að það séu einhverjar stimpingar um fjármálaáætlunina í ríkisstjórninni?

Svo er líka annað eins og mér var bent á í hliðarherbergi, er fólk ekki búið að fatta að það er 1. apríl sem er verið að tala um? Þá er oft verið með gabb.