148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

frestun á framlagningu fjármálaáætlunar.

[16:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég hef hlaupið 1. apríl. Að láta fólk hlaupa 1. apríl þekkist. En að hlaupa frá 1. apríl hef ég aldrei vitað um fyrr en núna. Þá sérstaklega líka í þeirri merkingu að hlaupa frá lögum. Þetta verður alveg nýtt sjónarhorn á þennan dag. Ég segi: Hvernig stendur á því að hægt er að leyfa sér að segja að lögin séu svona, en við ætlum bara að hunsa þau? Ég ætla bara að vona að þetta sé eitthvert aprílgabb og eitthvert djók.