148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

um fundarstjórn.

[17:06]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum sem komið hafa upp um þetta mál og ítreka það sem ég sagði í fyrri ræðu minni um fundarstjórn forseta að það virðist alltaf koma skýrar og skýrar í ljós að slík ríkisstjórn sem er samansett á þennan hátt, með breiða skírskotun um pólitíska öxulinn, virðist ekki koma sér saman um málin. Ég fullyrði það nánast. Var stjórnarsáttmálinn þá ekki heiðarlegur, þegar öll kosningaloforð og öll stefnumál voru lögð til hliðar til að koma þessum stjórnarsáttmála saman? Hann er þá ekki heiðarlegri en svo, að þau koma sér ekki saman um það að koma fram með fjármálaáætlun á réttum tíma og brjóta þar með lög (Forseti hringir.) sem setur virðingu Alþingis niður.