149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:26]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Í þessari breytingartillögu er m.a. afmarkað hvernig eyða eigi þeim fjármunum sem innheimtast fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

„Veiðigjald skal standa undir kostnaði við stjórn og eftirlit með fiskveiðum og jafna stöðu byggða vegna breytinga á atvinnuháttum.“

Ég man ekki til þess að sú umræða hafi farið fram hjá þeim sem tala hvað mest um samráðsleysi, að ákveðið skyldi í hvað ætti að eyða veiðigjaldinu sem kemur í ríkissjóð. Ég man ekki til þess að ákveðið hafi verið að nota ekki veiðigjaldið til að setja fjármuni í þjóðarsjúkrahús, til að setja fjármuni til öryrkja, í háskóla eða fleiri sameiginleg verkefni þjóðarinnar.

Þess vegna finnst mér fáránlegt að leggja það til í breytingartillögum við 2. umr. um veiðigjöld að það sé eyrnamerkt í hvað veiðigjöldin eiga að fara, án nokkurrar undangenginnar umræðu við neinn nema sjálfan sig.

Ég segi nei.