149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:47]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Þetta er skref í rétta átt, eins og ég sagði um frumvarpið áðan. En eins og ég sagði líka gengur það ekki nógu langt vegna þess að þarna undir eru útgerðir sem við flokkum sem meðalstórar sem bera áfram allt of há veiðigjöld. Þá hefur verið komið á móts við litlar eða minni útgerðir, en útgerðarflokkurinn þar fyrir ofan verður áfram í vandræðum. Ég hefði viljað, eins og ég sagði í nefndaráliti mínu í 1. minni hluta, fara í einhvers konar þrepaskiptingu þar sem útgerðarflokkar eru greindir hver fyrir sig og gjald lagt á samkvæmt því.