149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:58]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Hér leggja þrír flokkar, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, fram tillögu um að tekjur af veiðigjöldum renni til uppbyggingarsjóðs landshlutanna sem hefði það hlutverk að efla atvinnustarfsemi og innviði í landshlutunum. Ástæða þess að við förum þá leið sem hv. þm. Óli Björn Kárason gerði svo mikla athugasemd við var einmitt að við vildum vinna þetta í samstarfi og samráði við aðra þingmenn í stað þess að leggja fram fasta tillögu hvað það varðar.

En hvað um það. Þetta er svar við kalli sveitarfélaganna um að þau fái að njóta hlutdeildar í veiðigjöldum. Vildi ég koma hér upp þess vegna og hvetja ykkur, hv. þingmenn, til að greiða atkvæði með þessari tillögu líkt og við munum augljóslega gera. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)