150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

4. mál
[16:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Fyrir samhengið vil ég segja að ríkið á yfirleitt nokkurn veginn alla þessa banka og hefur á undanförnum árum haft þó nokkuð háa ávöxtunarkröfu á bankana ásamt bankaskatti og ýmsu svoleiðis. Það sem hefur átt sér stað í gegnum bankana og vextina þýðir ekkert nema óbeina skattheimtu sem neytendur borga þegar allt kemur til alls. Neytendur borga beinlínis beint í ríkissjóð í gegnum bankana í gegnum háa vexti o.s.frv. Það er tvímælalaust vandamál sem þarf að leysa. Þetta er kannski skref í þá átt.

Ábyrgðin á því að hækka skatta er alltaf sú að þegar á síðan að lækka þá til þess að draga úr álögum gerist það ekki með lækkuðu verði til neytenda. Það er ítrekað svoleiðis og það er mögulega það sem við sjáum hérna og þess vegna var t.d. tillaga Miðflokksins mjög góð með það að knýja fram þau áhrif sem við búumst við. Það er það sem við þurfum að gera betur á þingi, að sjá afleiðingar lagasetningar áður en við tökum næstu skref.