148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

varamenn taka þingsæti.

[15:14]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá Smára McCarthy og Hönnu Katrínu Friðriksson um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Álfheiður Eymarsdóttir og Pawel Bartoszek.

Pawel Bartoszek hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Kjörbréf Álfheiðar Eymarsdóttur og Jónínu Bjargar Magnúsdóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þær hafa ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Álfheiður Eymarsdóttir, 10. þm. Suðurk., og Jónína Björg Magnúsdóttir, 6. þm. Norðvest., undirskrifuðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]