149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:00]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um frumvarp um veiðigjald. Þar eru líka frávísunartillaga og breytingartillögur. Í fréttum er það helst, og vitna ég þar til Morgunblaðsins sjálfs, að síðasta ár, þ.e. 2017, var metár hvað varðar fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Á öðrum stað segir: Tvö skip í lengingu, tvö í smíðum.

Íslenskur sjávarútvegur stendur vel. Það liggur ekkert á að lækka veiðigjöld. Við eigum að reyna að ná betri pólitískri sátt um þetta mál. Við eigum að vísa málinu frá og við eigum að gefa okkur tíma, ár eða svo, til að ná betri sátt um málið. Það er ekkert í þessu máli sem er nauðsynlegt að lagfæra núna. Bíðum og gerum betur.