149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:05]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum hér með eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar til umræðu, mál sem valdið hafði miklum deilum, ekki bara hér í þingsal heldur meðal þjóðarinnar allrar, og ekki að ósekju.

Að óbreyttu er þingflokkur Viðreisnar á rauða takkanum í þessu máli. Það er hins vegar enn þá von ef þingmenn í þessum sal standa við sannfæringu sína og tryggja, a.m.k. með því að samþykkja breytingartillögur, að með þessum breytingum á veiðigjöldum nú verði tryggður réttur þjóðarinnar til þeirrar auðlegðar sem býr í sjónum. Með því að samþykkja að hér sé um að ræða greiðslu fyrir tímabundin afnot er skaðinn vissulega minni en hann er að öðru óbreyttu. Þá er enn von.