149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:23]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Tilgangurinn með því að setja þetta ákvæði um tímabundna samninga inn í frumvarpið er að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðar myndist af hefð.

Með öðrum orðum: að skera úr um skilning okkar á eignarhaldi á auðlindinni.

Svo merkilega vill til að um það hafa fulltrúar allra flokka hér á þingi, nema eins, verið sammála, og virðast sammála um það alla jafna, nema þegar kemur að því að greiða atkvæði hér á þingi.

Væri þá ekki bara heiðarlegra að koma út úr skápnum og vera á móti þessu? Líka þegar það hljómar betur í eyrum almennings, eiganda auðlindarinnar? Það er þó alla vega heiðarlegra.

Ég segi já.