149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:31]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég mun segja nei við þessari grein. Fram kom við umræðu um breytingartillögu áðan að margir hafa lýst furðu sinni á því að við viljum setja tímabindingu í 1. gr. Staðreyndin er hins vegar sú að það er í hæsta máta eðlilegt að við ræðum þetta saman. Ákvæði um veiðigjöld voru í upphafi hluti af lögum um stjórn fiskveiða en það var nefnilega í tíð vinstri stjórnarinnar hinar fyrri að veiðigjöldin voru tekin út í sérstök lög af því að stjórnarflokkarnir á þeim tíma gátu ekki rætt fiskveiðistjórn og veiðigjöld samtímis. Eðli málsins samkvæmt hangir það hins vegar saman, eins og sjá má í skýrslu svokallaðrar auðlindanefndar frá árinu 2000, sérstaklega hvað varðar tímalengd veiðiréttarins. Það er nefnilega kjarnaatriði í þessu máli: Til hvers hve langs tíma er veiðirétturinn?

(Forseti (SJS): Forseti hvetur hv. þingmenn til að greiða atkvæði. Þar á meðal 13. þm. Suðvesturkjördæmis.)